Alls hafa 35 manns látið lífið og um 200 manns særst í tveimur hryðjuverkaárásum sem áttu sér stað í Brussel í Belgíu í morgun. Rétt í þessu lýstu hryðjuverkasamtökin ISIS yfir ábyrgð á voðaverkunum.

Tvær sprengjur sprungu á flugvelli í Brussel og ein í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í morgun. Áður en sprengjurnar sprungu segjast sjónarvottar hafa heyrt skothvelli. Önnur sprengjan á flugvellinum sprakk við afgreiðsluborð en hin á kaffihúsi í flugstöðinni.

Forseti Íslands hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Philippe konungs Belgíu vegna árásanna.