*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 23. október 2015 10:00

ISIS selur svartagull fyrir milljarða króna

Íslamska ríkið selur olíu til Tyrklands fyrir rúma 6 milljarða króna á mánuði.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Íslamska ríkið, eða ISIS, selur hráolíu fyrir rúma sex milljarða króna mánaðarlega, eða um 50 milljónir bandaríkjadala. 

Samtökin hafa olíuvinnslusvæði víða um Sýrland og Írak undir sinni stjórn, en olíusalan er það sem gerir þeim kleift að halda sjálfskipuðu kalífati sínu gangandi. ISIS hefur jafnvel notað fjármagn sitt til að ráða til sín tæknisérfræðinga og keypt inn tækjabúnað frá útlöndum til að viðhalda vinnslunni og sölunni.

Smyglarar kaupa svo olíuna af ISIS, sem flytja hana til Tyrklands í fraktskipum. Smyglararnir kaupa olítunnuna á rúma 35 bandaríkjadali eða 4.400 krónur, en stundum eins ódýrt og 10 dali, eða 1.250 krónur. Heimsmarkaðsverð er 50 dalir á tunnu, eða 6.250 krónur.

Fraktskipin sem smygla olíunni til Tyrklands fara sífellt smækkandi í stærð vegna ótta við loftárásir Bandaríkjanna, og eru nú á stærð við trillur.

Heimildir herma að ISIS sé að selja einhverjar 30 þúsund tunnur af hráolíu mánaðarlega frá Sýrlandi, en 10 til 20 þúsund frá Írak. Olían frá Írak fer þó ekki til Tyrklands, heldur til vinnslustöðva þar sem hún er unnin og hreinsuð til notkunar fyrir kalífatið sjálft.

Stikkorð: Olía Tyrkland ISIS
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is