Hryðjuverkasamtökin „Íslamska ríkið" eða ISIS hafa ákveðið að slá eigin mynt til að frelsa Múslima frá fjármálakerfi sem hefur „bundið þá í þrældóm og arðrænt þá". Guardian greinir frá þessu.

Þar segir að myntsláttan sé hugarfóstur leiðtoga ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, en hann er talinn hafa séð persónulega um hönnun þeirra gull, silfur og koparmynta sem verða notaðar í þeim svæðum sem hryðjuverkasamtökin hafa sölsað undir sig í Sýrlandi og í Írak.

Þótt myntin er sögð vera fráhvarf frá fjármálakerfi heimsins mun verðmæti hverrar myntar koma til með að endurspegla virði málmsins á alþjóðlegum mörkuðum. Haft er eftir fyrrum meðlimi hryðjuverkasamtakanna að myntin muni að öllum líkindum vera lítið notuð og að öllum alvöru viðskipti hjá samtökunum verði haldið áfram með dollurum, evrum og íröskum dínörum.