Íslamski fjármálaheimurinn finnur fyrir áhrifum undirmálakrísunni í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í viðtali við íslamskan sérfræðing á Dow Jones fréttaveitunni.

Seðlabankastjóri Malasíu sagði jafnframt á ráðstefnu í Tokyo að það væri útbreiddur misskilningur að þær fjármálastofnanir sem störfuðu í samræmi við ströngustu Shariareglur fyndu ekki fyrir áhrifum krísunnar. Sharialög meina lánveitendum að krefjast vaxta fyrir útlán, og í stað þeirra er notast við hlutfall af hagnaði undirliggjandi eignar – þá oftar en ekki þeirrar eignar sem lánið er notað til að fjármagna.

Sukuk-bréf er tegund skuldabréfa sem hafa notið mikilla vinsælda samfara vexti íslamska fjármálaheimsins á síðustu árum. Arshad Ismail, yfirmaður íslamskra markaðsviðskipta hjá HSBC, segir að sukuk-bréf hafi ekki sloppið við áhrif undirmálslánakrísunnar.