*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 13. desember 2017 19:45

Ísland 15. sterkasta vörumerkið

Fólk tengir náttúrufegurð og öryggi helst við Ísland í rannsókn sem unnin er um styrkleika vörumerkja landa.

Ísak Einar Rúnarsson
Náttúrufegurð kemur helst upp í huga fólks þegar það hugsar um Ísland.
Haraldur Guðjónsson

Ísland er í 15. sæti af þegar að kemur að styrkleika vörumerkis landsins. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin er af FutureBrand og er ætlað að leggja mat á viðhorf og hugrenningatengsl fólks frá sautján ríkjum gagnvart 75 ólíkum löndum í heiminum. Þegar miðað er við önnur Evrópulönd er Ísland það níunda efsta.

Á toppnum trónir Japan sem þykir vera sterkasta vörumerkið, í öðru sæti er Sviss og því þriðja er Þýskaland en á botni úttektarinnar situr Nígería.

Sterk staða en mörg tækifæri til að gera betur

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðurnar í grunninn jákvæðar en telur vörumerkið Ísland búa yfir mörgum sóknarfærum. „Það er jákvætt að sjá að við erum þarna í 15. sæti í tiltölulega sterkri stöðu og í 9. yfir þjóðir Evrópu.  Það er þó auðvitað ýmislegt þarna, þegar maður fer að rýna í gögnin, sem maður sér að má betur fara. Við skorum hátt í nokkrum þáttum þarna, eins og er varðar náttúruna. En þegar kemur að viðskiptamöguleikum þá dregur það okkur niður, eins með virði fyrir peninginn, þau og önnur sem varða samkeppnishæfnina eru að draga okkur niður. Að mínu mati eru tækifæri þar til þess að gera betur, vinna í því og komast þar af leiðandi hærra,“ segir Sigurður.

Í rannsókninni er spurt hvaða vörumerki fólk tengi við Ísland en meðal þeirra eru Bláa lónið og Icelandair. Sigurður segir að það sé mikilvægt að fjölga vörumerkjum sem fólk tengir við Ísland.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Greiningaraðilar telja svigrúmið til frekari vaxtalækkana verulega takmarkað.
 • Kaupaukakerfi Klakka fellur ekki undir ákvæði um hámarksþak á bónusum vegna skilgreiningar FME.
 • ASÍ og SA leggja til sáttatillögu um lífeyrisgreiðslur.
 • Hagnaður félaga í Kauphöllinni minnkar frá því í fyrra á fyrstu níu mánuðum ársins.
 • Félag Kvenna í Atvinnulífinu hyggst fylgja #MeToo byltingunni eftir og tryggja að orðum fylgi gjörðir.
 • Ítarlegt viðtal við Finn Árnason, forstjóra Haga, sem segir verslun lifa á tímum hömlulausrar samkeppni.
 • Umfjöllun um Bitcoin: Er það bóla eða bylting?
 • Nýr matsölustaður býður upp á heiðarlegan íslenskan fisk.
 • Smáforritið TravAble veitir hreyihömluðum upplýsingar um aðgengi
 • Bjarki Pétursson, nýr forstöðumaður fyrirtækjasölu Símans er tekinn tali.
 • Óðinn er á sínum stað og fjallar um kynbundið ofbeldi og stöðu kvenna í þróunarríkjunum.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um