Ísland er á lista breska blaðsins The Daily Telegraph yfir þá sem tapað hafa hvað mestu eða komið hvað verst út á árinu 2008 í fjármálaheiminum.

Á vef Telegraph er stuttlega minnst á hvernig Íslenska hagkerfið hafi hrunið í október vegna mikilla skulda bankageirans hér á landi.

Með Íslandi á lista eru meðal annars Jimmy Cayne, fyrrverandi forstjóra Bear Stearns, flugfélög almennt, bílaiðnaðurinn, breska verslunarkeðjan Woolworths (sem er að hluta til í eigu Baugs) og fjárfestar í Madoff svikamyllunni.

Sjá umfjöllun Telegraph.