Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur hádegisverðarfund í hádeginu á í dag, föstudag, um áhrif fjármálakreppunnar.

Fundurinn er haldinn á hótel Nordica og stendur yfir frá 12 .00– 13.30.

Ann Davies, meðeigandi hjá KPMG í London verður með erindi um endurskipulagningu banka, fyrirtækja og stofnana og dregur lærdóm þar frá Asísku bankakrísunni.  Ann hefur undanfarin ár unnið að ráðgjöf um endurskipulagningu fyrirtækja og stofnanna á krísutímum.

Hún hefur unnið að þessum málefnum allt frá árinu 1983 og hefur komið að verkefnum víðsvegar um heim, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Thailandi.

Í bankakrísunni 1997 og 1998 leiddi hún verkefni meðal fjármála og bankageirans í Thailandi og síðar Rússlandi.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group, heldur einnig erindi á fundinum.  Björgólfur mun fara yfir hvernig hræringarnar snerta rekstur Icelandair Group en fyrirtækið sendi nýlega frá sér jákvæða afkomuviðvörun, þvert á þróun flestra annarra félaga á markaðnum.

Fundarstjóri fundarins er Flosi Eiríksson, ráðgjafi á fyrirtækjasviði KPMG.   Skráning á fundinn fer frá á heimasíðu FVH.