Talið er að innlán á innlánsreikningum Kaupþings, Kaupthing Edge víða í Evrópu, nemi um 5,3 milljörðum evra eða jafngildi um 700-800 milljörðum íslenskra króna en aðeins brot af þeirri upphæð er á ábyrgð Íslendinga. Langstærsti hluti innlánanna var hjá Kaupþingi Edge í Bretlandi, líklega um tveir þriðju hlutar, og heyrði undir dótturbankann þar en ekki móðurbankann hér heima. Innlánsreikningar Kaupþings Edge í Belgíu, Austurríki og Sviss heyrðu undir dótturbanka Kaupþings í Lúxemborg og ekki undir móðurfélagið. Þá var FIH í Danmörku með netinnlánsreikninga í eigin nafni sem ekki heyrðu undir Kaupþing.

Noregur, Finnland, Svíþjóð og Þýskland á ábyrgð Íslands

Niðurstaðan er því sú að það eru eingöngu innlánsreikningar Kaupþings í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi sem heyra undir móðurbankann hér heima og þar með tryggingarsjóð innistæðueigenda hér á landi en tekið skal fram að menn telja líklega að eignir ná að mæta þeim að öllum eða mestum hluta.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .