Einn af bestu viðskiptaháskólum Evrópu, IMD skólinn í Sviss, hefur gefið út World Competetiveness Yearbook í tuttugasta sinn. Bandaríkin eru á toppi lista yfir samkeppnishæfustu lönd í heimi fimmtánda árið í röð, en Ísland sem var í sjöunda sæti í fyrra dettur út af listanum.

IMD notar 331 atriði til að ákvarða röð landa á listanum, allt frá hagvexti og atvinnuleysi landa til fjölda internet notenda og verðs farsímasímtala. Meirihluta upplýsinga sem notaðar eru fá aðstandendur listans frá stofnunum á borð við Alþjóðabankanum og Sameinuðu Þjóðunum, en um þriðjungur upplýsinga koma frá stofnunum hvers lands fyrir sig.

Ísland var í sjöunda sæti á listanum í fyrra en var tekið af lista þessa árs vegna viðkvæms efnahagsástand og fjárhagserfiðleika hjá þeirri stofnun sem sá IMD fyrir upplýsingum um Ísland, að því er segir í frétt BusinessWeek .

Listann má nálgast hér .