Ísland er í áttunda sæti yfir stöðugustu ríki heims samkvæmt listanum Fragile States Index fyrir árið 2014. Listinn, sem birtur hefur verið tíu sinnum, gefur ákveðna mynd af því hversu brothætt eða stöðug ríki heimsins eru. Listinn byggir á mörg þúsund greinum og skýrslum um ríkin 178.

Rikjunum eru gefnar einkunnir í nokkrum flokkum, svosem fátækt, mannréttindi, lögmæti stjórnvalda, utaðankomandi afskipti og fleira. Brothættustu ríkin samkvæmt listanum eru Suður-Súdan, Sómalía, Mið-Afríkulýðveldið, Kongó og Súdan. Finnland er hins vegar stöðugasta ríkið. Norðurlöndin Svíþjóð, Danmörk og Noregur koma þar á eftir.