Allur innflutningur á svokölluðum glóperum hefur verið bannaður frá og með deginum í dag. Ekki er lengur heimilt að selja og dreifa glærum 15 W, 25 W og 40 W glóperum til heildsala og endursöluaðila. Þetta er gert til að uppfylla reglur um orkusparnað í aðildarríkjum EES. Verslunum er þó leyfilegt að selja þær glóperur sem fluttar eru inn fyrir 1. september  og hreinsa lager af eldri gerðum. Tilkynnt var um bannið af hálfu Neytendastofu þann 17, ágúst.

Áður voru allar mattar glóperur óháð W styrkleika voru bannaðar frá 1. september 2009. 75 W glærar glóperur og sterkari voru bannaðar frá 1. september 2010 og 60 W glærar glóperur voru bannaðar frá 1. september 2011. Dagurinn í dag er svo síðasta skrefið í banninu á glóperum þar sem 15, 25 og 40 W glóperur eru bannaðar frá og með 1. september 2012. Í stað glóperanna er gert ráð fyrir að nú verði notaðar orkusparandi perur á borð við sparperur og LED perurtil viðbótar við hálógen eco perur.

Í dag eru meira en hundrað ár síðan Thomas Edison fann upp ljósaperu sem bæði virkaði og hægt var að framleiða í miklu magni. Margir höfðu reynt að búa til peru fyrir almenning sem auðvelt væri að framleiða en það var pera Edison sem sló í gegn árið 1879.