Greiningarfyrirtækið CMA Datavision telur að Ísland sé betri skuldari en mörg Evrópuríki, þar á meðal Ítalía og Spánn.

Samkvæmt skýrslu CMA batnaði skuldatryggingarálag (CDS) á skuldir íslenska ríkisins mikið á fjórða ársfjórðungri síðasta árs. Fór CDS álagið úr 310 niður í 265 sem er 13% lækkun. Í dag stendur CDS álagið í 259.

Líkurnar í lok síðasta árs á greiðslufalli Íslands á næstu fimm árum voru 19,2%. Til samanburðar voru 26,7% líkur á greiðslufalli spænska ríkisins og 19,3% að skuldir ítalska ríksins væru ekki greiddar á gjalddaga.