Bandaríska kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi laugardaginn síðastliðinn í nýrri verslun Hagkaupa í Smáralindinni.

Áherslur Krispy Kreme eru nokkuð öðruvísi en hjá keppinautnum enda fer framleiðslan fram í verslun Hagkaupa þar sem viðskiptavinirnir munu geta fengið kleinuhringina rjúkandi heita beint af færibandinu. Framkvæmdastjóri alþjóðasviðs fyrirtækisins, Michael McGill, var að vonum ánægður með þær viðtökur sem kleinuhringir fyrirtækisins hafa fengið.

„Þetta er í raun eitt af okkar fyrstu skrefum inn á markaði Evrópu. Okkur fannst Ísland vera rétti staðurinn til að byrja, enda er landið brú inn á norðlægu löndin. Ég veit að mörg bandarísk vörumerki koma hingað, og það er ástæða fyrir því, því Íslendingar þekkja og kunna að meta bandarísk vörumerki en jafnframt hafa þeir augljós tengsl við meginland Evrópu,“ segir McGill framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Krispy Kreme staddur hér á landi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Viðtal við Andra Heiðar Kristinsson, annan stofnenda sprotafyrirtækisins Travelade.
  • Fjármálastjóri Íslandsbanka fer yfir uppgjör bankans fyrir þriðja ársfjórðung.
  • Fjallað er um Norræna stjórnendahætti.
  • Greining Viðskiptaráðs Íslands um frammistöðu fráfarandi ríkisstjórnar tekin fyrir.
  • Farið yfir helstu pólitísku áhættuþætti ársins.
  • Nýtt verðmat á Marel.
  • Ítarlegt viðtal við Gest Hjaltason, framkvæmdastjóra ELKO.
  • Arna María Hálfdánardóttir, sem opnaði nýverið kaffihús og ísbúð, þar sem allt er laktósafrítt.
  • Karitas Diðriksdóttir nýráðinn markaðsstjóri hjá iglo+indi er tekin í viðtal.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um viðbrögð við bandarísku forsetakosningunum.
  • Óðinn skrifar um völd og valdhafa.