„Íslenskur sjávarútvegur er eina sjávarútvegsgreinin meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður,“ sagði Adolf Guðmundsson fráfarandi formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á aðalfundi sambandsins sem hófst í dag.

„Opinber gjöld sjávarútvegsfyrirtækja hafa hækkað umtalsvert á undanförnum árum og árið 2013 greiddi greinin yfir 25 milljarða króna. Þetta samsvarar rétt innan við 10% af útflutningstekjum sjávarútvegsins.

Mest munar um veiðigjöld sem voru tæpir 10 milljarðar króna, þá var greiddur tekjuskattur sem nemur tæpum 9 milljörðum króna, tryggingagjöld náum yfir 5 milljörðum króna og kolefnisgjald á olíu nam um 1700 milljónum króna,“ sagði Adolf.

Aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, eru 34. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Japan og öll Norðurlöndin.