Íslendingar eru í 9. sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt nýjustu úttekt tímaritsins Forbes. Fram kemur í greininni að lág íbúðatala geti útskýrt hvers vegna landið var í fyrsta sæti fyrir þá sem töldu sig geta reitt sig á stuðning vina og nágranna, en Ísland var einnig í 5. sæti fyrir lönd með heilbrigðustu lífsgæði.

Í ár skipa öll Norðurlöndin listann, en Danir sitja í fyrsta sæti. Í fyrra skipuðu Norðmenn fyrsta sæti, en Íslendingar náði ekki top 10 árangri. Svona lítur listinn út í heild sinni:

1. Danmörk

2. Noregur

3.Sviss

4. Holland

5. Svíþjóð

6. Kanada

7. Finland

8. Austurríki

9. Ísland

10. Ástralía