Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn þá óskað þess að gjaldeyrisskiptasamningur við sænska seðlabankanna verði virkjaður. Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Tomas Lundberg, talsmanni Seðlabanka Svíþjóðar.

Fréttir hafa borist um að íslensk stjórnvöld væru að hefjast við rússnesk stjórnvöld um 4 milljarða evra gjaldeyrislán. Sem kunnugt gerðu seðlabankar Ísland og Svíþjóðar með sér gjaldeyrisskiptasamning að andvirði 500 milljón evra í maí.

Eftir að einsýnt var hvert stefndi í íslenska hagkerfinu hafa fréttaveitur á borð við Dow Jones og Bloomberg leitast eftir því hvort að samningurinn hafi verið nýttur en samkvæmt þeim svörum sem borist hafa virðist svo ekki vera.

Janfframt hefur íslenski seðlabankinn gert jafn stóra gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Noregs og Danmörku. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru allar þesssar lánalínur opnar og hefur því Seðlabankinn aðgang að 1,5 milljarð evra.

Gjaldeyrisskiptasamningurinn felur það í sér að íslenski seðlabankinn getur skipt krónu fyrir andvirði evra fyrir áðurnefnda upphæð.