„Sögur um hraðskreiða bíla, snekkjur, penthouse-íbúðir, bókhaldshneyksli og rússneska peninga virtust ekki slá á ást Íslendinga á efnaðri mönnum þjóðarinnar. En þegar fjármálakerfi landsins hrundi undan þunga bankakerfis sem var 10 sinnum stærra en hagkerfi landsins, batt það snögglega enda á ást Íslendinga á forríkum samlöndum sínum.“

Á þessum orðum hefst grein á vef Telegraph sem er undir fyrirsögninni „Ísland ekki lengur ástfangið af milljarðamæringunum sínum“.

„Fyrst núna grunar Íslendinga að þeir hafi setið á risastóru píramídasvindli, sem byggt var upp af þeim mönnum sem hampað var fyrir að færa landinu auðlegð,“ segir í grein Telegraph.

Grein Telegraph má nálgast hér , en í henni er fjallað um frama og fall íslensku útrásarvíkinganna, frægt viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir Jóhannesson og álit Ólafs Ísleifssonar á frammistöðu Seðlabankans undanfarin ár.