Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop segir að það sé „rosalega mikið vesen" þegar hann er spurður hvernig gangi að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Þetta kom fram í morgunútvarpi RÁS 2 nú í morgun.

Davíð segir Ísland vera eins og litlir Eskimóar, þetta er pínulítill markaður og það taki því ekki að tala við alvöru erlenda fjárfestasjóði með þær litlu fjárhæðir sem eru í gangi á Íslandi.

Íslenska ferðaleitarsíðan Dohop er núna í efsta sæti í keppni á vegum USA Today þar sem keppt erum að vera besta ferðavefs-öppin. Davíð segir fyrirtækið vera í miklum vexti, starfsmannahópurinn hafi tvöfaldast á árinu en nýlega var tilkynnt um að fyrirtæki hefði náð samningum við rússneskan leitarrisa.