Skattur á laun hækkaði um 0,14 prósentustig á milli ára hér á landi í fyrra og er Ísland eitt af 21 aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þar sem skattbyrði jókst. Fjallað er um árlega úttekt OECD í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur kram að skattlagning á laun einstaklinga jókst í 21 af 34 aðildarlöndum OECD í fyrra en lækkaði í 12 löndum.  Ísland er töluvert undir meðaltali OECD yfir heildarskattbyrði í aðildarríkjunum sem var 35,9% og vermir Ísland 22. sætið í samanburðinum.

Í Morgunblaðinu segir að við skattasamanburðinn reiknar OECD út svonefndan skattafleyg fyrir mismunandi hópa launþega sem sýnir mismuninn á heildarlaunakostnaði atvinnurekandans, m.a. tryggingagjald og framlag til almannatrygginga vegna starfsmanns og á þeim tekjum sem starfsmaðurinn ber úr býtum eftir skatta. Á Íslandi var skattafleygurinn 33,4% af heildarlaunum í fyrra. Það er um 0,05 prósentustiga hækkun á milli ára.