Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir íslensku kortafyrirtækin að mörgu leyti hafa verið leiðandi í nýsköpun og vöruþróun í greiðslumiðlun á alþjóðlegan mælikvarða og að hagkvæmni íslenska kerfisins sé óumdeild, bæði fyrir kaupmenn og korthafa.

„Ísland er kortaland og mjög framarlega í rafrænum viðskiptum. Á bilinu 75 til 80 prósent af öllum greiðslum hérlendis fara fram með kortum en til samanburðar er þetta hlutfall á bilinu 15 til 25 prósent í Evrópu. Þessi staðreynd hefureflt nýsköpun og vöruþróun og til að mynda voru íslensku kortafyrirtækin þau fyrstu í heiminum til að bjóða boðgreiðslur og raðgreiðslur.

Þetta allt saman hefur vakið athygli fyrir utan landsteinana og þegar verið er að tala um þörf á nýsköpun í atvinnulífinu er rétt að vekja athygli á því sem er að gerast í þessum geira hér. Það góða starf sem hefur verið unnið hérlendis hefur aukið möguleika þessara fyrirtækja til að hasla sér völl erlendis – sækja á erlenda markaði með nýjungar í kortaviðskiptum á forsendum hagkvæmni og snjallra lausna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .