*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 13. júlí 2013 08:01

Ísland er ódýrast Norðurlandanna

Gengisfall krónu bætir samanburðarstöðu verðlags matvöru á Íslandi. Áfengi er þó enn mun dýrara hér en innan ESB.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Matarkarfan er ódýrari á Íslandi en í nokkru öðru Norðurlandanna. Matvaran er þó um fimmtungi dýrari en hún er að meðaltali innan ESB.

Mikill munur er á matvöruverði innan ESB. Ódýrust er matarkarfan í Póllandi, eða 61% af meðaltali ESB, en dýrust í Danmörku þar sem verðið er 43% hærra en að meðaltali í ESB. Verð á kjöt- og mjólkurvöru er lægra á Íslandi en í nokkru öðru Norðurlandanna.

Áfengi er hins vegar umtalsvert dýrara á Íslandi en í nokkru ESB-landi og hærra en í flestum löndum Evrópu. Í Noregi er áfengisverðið þó enn hærra.

Íslenskt áfengisverð er 112% hærra en að meðaltali í ESB en 188% hærra í Noregi. Þetta sýnir samantekt Eurostat á matvöruverði í Evrópu. Greiningin byggir á verðsamanburði og tekur ekki tillit til mismunandi kaupmáttar innan ríkja.

„Íslensk verslun er að bjóða marga vöruflokka á hagstæðu verði í samanburði við nágrannalöndin,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga og varaformaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Finn Árnason í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan. 

Stikkorð: Verslun Matvara