Færeyska landsstjórnin ákvað í dag að veita Íslendingum gjaldeyrisforðalán upp á 300 milljónir danskra króna eða um 6,1 milljarð króna og er sú upphæð tekin úr Landsbanka Færeyja sem er ígildi seðlabanka þeirra Færeyinga.

Þetta kemur fram á vef færeyska fjármálaráðsins.

Miðað við höfðatölu jafngilti þetta  því að Danir lánuðu Íslendingum um 680 milljarða og Svíar um 1.140 miljarða íslenskra króna.

Leiðtogar Íslands og Færeyja hittust á fundi í Helsinki í Finnlandi í  dag þar sem nú fer fram Norðurlandaráðs.

Fundinn sátu fyrir hönd Færeyja þeir Kaj Leo Johannesen, lögmaður, Jörgin Niclasen, utanríksiráðherra og Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra.

Þeir funduðu með þeim Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra.

Samkvæmt vef færeyska fjármálaráðsins var erfið staða Íslands rædd, afleiðingarnar af fjármálakreppunni og gjaldeyrisvaraforði Íslands.  Þá kemur fram að landsstjórn Færeyja hafði, áður en þeir héldu til Finnlands, haft samráð við stjórnmálaflokka á færeyska þinginu. Allir flokkarnir lýstu yfir jákvæðum vilja til að koma Íslendingum til aðstoðar með gjaldeyrisláni. Ákvörðunin bíður þó samþykkis lögþingsins í Færeyjum.