Ísland skipar efsta lista yfir friðsælustu lönd heims þriðja árið í röð, samkvæmt alþjóðlegru friðarvísitölunni, en átök eru að aukast í heiminum á nýjan leik eftir rúmlega samfellda sextíu ára friðsamlega þróun. Þetta kemur fram í Heimsljósi . Þetta eru góðar fréttir í skugga slæmra, en á síðustu sjö árum sjást merki þess að veröldin sé að verða ófriðlegri, að því er fram kemur í alþjóðlegu friðarvísitölunni.

Kostnaðurinn af átökum er gífurlegur, en friðarvísitalan metur hann á 9,8 milljarða dali á síðasta ári. Þar vega þyngst átökin í Sýrlandi og Afganistan. Einnig er spáð ófriðlegra verði í tíu þjóðríkjum á næstu tveimur árum, þ.e. í Sambíu, Haítí, Argentínu, Tjad, Bosníu, Herzegóvínu, Nepal, Búrúndi, Georgíu, Líberíu og Qatar.

Friðsömustu löndin eru hins vegar Ísland, Danmörk og Austurríki. Sýrland er í neðsta sæti. Það land sem fellur mest á listanum er Suður-Súdan, en frá því í desember á síðasta ári hafa blóðug átök geisað í landinu. Samkvæmt friðarvísitölunni er Evrópa því friðsælasta álfan og sunnanverð Asía er sá heimshluti þar sem er ófriðlegast.