Á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar í dag á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Evrópustofu í samstarfi við Norðurlönd í fókus var rætt um hlutverk Íslands á norðurslóðum.

Bent var á að helsta hlutverk sem Ísland gæti spilað væri sem staður fyrir ódýrari og grænni gagnaver. Vísað var til þess að fyrirtæki eins og facebook hafi nú þegar flutt gagnaver til norðurlanda. Í ljósi hinnar alþjóðlegu snjallsímavæðingu hafa fleiri fyrirtæki einnig hafið að leita af ódýrari gagnaverum en þau myndu meðal annars bjóðast á Íslandi.

Á fundinum voru vaktar frekari spurningar um hvernig nýta mætti endurnýjanlega orku frá Íslandi eins og til dæmis með sæstreng milli Íslands og Bretlands til að minnka kolefnislosun innan Evrópusambandsins. Hins vegar töldu sérfræðingar á fundinum að ekki væri enn hægt að svara því hvernig það samstarf gæti gengið upp.