Gjaldeyrishöftin hafa nú verið í gildi í fjögur ár, mun lengur en talið var að yrði raunin. Óumdeilt er að kostnaður fyrir þjóðarbúið er umtalsverður og fer vaxandi eftir því sem tímin líður. Hins vegar hafa verið deildar meiningar um hversu umfangsmikill undirliggjandi vandi er og að undanförnu hafa birst fullyrðingar um að vandinn sé talsvert alvarlegri en áður var talið.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir fundi um gjaldeyrishöftin í hádeginu á föstudag undir yfirskriftinni Ísland á gjalddaga þar sem reynt verður að leiða fram hver sé hin raunverulega skuldastaða sem við er að eiga og til hvaða ráða sé hægt að grípa til að aflétta höftunum.

Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Frummælendur á fundinum verða Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, Jakob Ásmundsson frá Straumi og Illugi Gunnarsson alþingismaður. Í pallborði að erindum loknum bætist Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í hópinn.

Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu FVH, www.fvh.is