Ísland gæti orðið á meðal stærstu álframleiðenda heims ef tvær álversframkvæmdir, sem eru til skoðunar, verða að veruleika, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Greiningardeildin telur að áframleiðsla á Íslandi verði 1.350 til 1.400 þúsund tonn ef samkomulag næst um álver í Helguvík, stækkun álvers á Gundartanga um 170 þúsund tonn og með tilkomu álvers á Reyðarfirði, með 320 þúsund tonna framleiðslugetu.

Áætlað er að framleiðslugeta álvers í Helguvík verði á bilinu 200-250 þúsund tonn, en undirritað hefur verið samkomulag milli Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja um mögulegan rekstur álvers þar.

Ef af verður reiknar greiningardeild Kaupþings banka með því að Ísland gæti orðið að álrisa, með um 6% heimsframleiðslunnar. Þar með verður heildarframleiðslugeta landsins 760 þúsund tonn árið 2008.

Að auki er til skoðunar hjá iðnaðarráðuneytinu að hefja byggingu álsvers á Norðurlandi árið 2008 á vegum Alcoa. Líklegt þykir það verði í minni kantinum.

Fyrir eru tvö álver á Ísland, með um 270 tonna framleiðsugetu á ári, eða 1,2% af heimsframleiðslu.