Íslensk stjórnsýsla og samfélag hefur hagnast verulega á aðildar ferlinu við Evrópusambandið þótt hætta sé á að mikil vinna fari í súginn þegar hætt verður við að veita þá til fjölmargra verkefna hér á landi. Þetta er mat Elvars Arnar Arasonar, stjórnsýslufræðings sem situr í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga.

Elvar segir í samtali við Fréttablaðið í dag að samtökin hafi rýnt í áhrif Evrópusamrunans og IPA-styrkjanna á íslenska stjórnsýslu og samfélag. „Það var mál manna að allt þetta ferli og þátttaka í því hefði styrkt stofnanirnar,“ segir hann en bætir á að ekki liggi í raun alveg fyrir hver áhrifin af því að IPA-styrkir verði ekki veittir muni verða.

Í blaðinu er m.a. talið upp að á meðal verkefnanna var Nýsköpunarmiðstöð, sem átti von á um 380 milljónum króna, Tollstjóraembættið ekki tæpan milljarð til að koma á rafrænu tollkerfi, Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins verður af um 150 milljónum króna og Veðurstofan fær ekki 270 milljónir króna sem áttu að fara í lagfræðingar á vatnamælingakerfi landsins. Þá fær Fjármálaeftirlitið ekki hálfan milljarð sem var ætlað að efla eftirlit með fjármálastarfsemi.