*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 30. desember 2016 11:03

Ísland hefur verið undirverðlagt

Grímur Sæmundsen bendir á mikla fjölgun breskra ferðamanna til Íslands þrátt fyrir gengishrun pundsins.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti Grími verðlaunin.
Eva Björk Ægisdóttir

„Við erum að verðleggja þjónustuna okkar í takt við verðmæti upplifunar gestanna,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. Grímur hlaut í gær viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins.

„Ég er á því að horfa eigi á áfangastaðinn Ísland með sama hætti og við gerum og hef talað fyrir því. Mér finnst ég stundum hafa talað fyrir daufum eyrum, en held að það sé sem betur fer að breytast. Mér þykir fólk einblína um of á fjölda ferðamanna, eins og það eina sem skipti máli sé það hvort þeir verði ein milljón eða tvær. Það sem skiptir okkur Íslendinga máli er miklu frekar hvað við fáum miklar tekjur af ferðaþjónustunni. Ég og fleiri í ferðaþjónustunni viljum því stefna frekar að því að auka meðaltekjur á hvern erlendan ferðamann en einhliða fjölgun ferðamanna.“

Einu jákvæðu skilaboðin sem lesa má úr styrkingu krónunnar mati Gríms er sú að enn er mikill vöxtur í fjölda ferðamanna til landsins. „Svo við tökum Bretland sem dæmi þá hefur gengi pundsins hrunið um 40% gagnvart krónunni frá því að þeir ákváðu að segja skilið við ESB, en þrátt fyrir það fjölgar ferðamönnum frá Bretlandi. Þetta segir okkur að Ísland hefur verið undirverðlagt. Ef svo hefði ekki verið þá hefði þessi veiking pundsins átt að leiða til fækkunar breskra ferðamanna. Að vísu heyrast nú fréttir frá breska markaðnum að við séum að nálgast sársaukamörk í þessum efnum.“

Ítarlegt viðtal við Grím er í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast tímaritið hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is