Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nýlega lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta, úr 18% í 17% eru Íslendingar enn með hæstu stýrivexti í heimi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Dagens Industri um stýrivexti í heiminum en þeir hafa víðast hvar farið lækkandi síðustu mánuði eftir að hafa hækkað nokkuð á árunum 2005 – 2007.

Lægstu stýrivextirnir eru hins vegar í Japan og í Bandaríkjunum. Í Japan eru stýrivextir 0,1% og í Bandaríkjunum eru þeir á bilinu 0% - 0,25%.

Þá hafa lönd á borð við Kanada og Ísrael einnig lækkað stýrivexti nokkuð auk þess sem stýrivextir hafa aldrei verið lægri í Bretlandi.

En stýrivextir eru þannig í eftirfarandi löndum:

  • Ástralía  3,25%
  • Bandaríkin 0% - 0,25%
  • Búlgaría 3,49%
  • Chile  2,25%
  • Danmörk 2,25%
  • Evrusvæðið 1,5%
  • Hong Kong 0,5%
  • Indland  5%
  • Indónesía 7,75%
  • Ísland  17%
  • Ísrael  0,5%
  • Japan  0,1%
  • Kanada  0,5%
  • Kína  5,31%
  • Kólombía 7%
  • Lettland  5%
  • Mexíkó  6,75%
  • Noregur 2%
  • Pólland  3,75%
  • Rúmenía 10%
  • Sviss  0,4%
  • Slóvakía 2,5%
  • Stóra Bretland 0,5%
  • Tékkland 1,75%
  • Tyrkland 10,5%
  • Ungverjaland 9,5%