Ísland hækkaði um eitt sæti á lista IMD viðskiptaháskólans yfir samkeppnishæfni ríkja árið 2020. Eftir nokkrar sveiflur síðustu ár stendur Ísland nú í 21. sæti, mitt á milli Kína og Nýja-Sjálands. Finna má samantekt um niðurstöðurnar á vef Viðskiptaráðs Íslands .

Í efnahagslegri frammistöðu lækkar Ísland úr 54. í 58. sæti en það skrifast að miklu leyti á kólnun hagkerfisins 2019 og verri atvinnuhorfur. Hvað skilvirkni hins opinbera varðar lækkar Ísland um tvö sæti í 17. sæti. Ástæðan er samspil nokkurra þátta, til dæmis vegna lakari afkomu hins opinbera og verra mats á regluverki.

Skilvirkni atvinnulífs heldur áfram að hækka og er Ísland þar í 15. sæti sem öðru fremur má þakka hærra mati á stjórnarháttum. Loks fellur Ísland aftur niður í 17. sæti í flokki innviða vegna samspils ólíkra þátta þar sem Ísland hækkar þrátt fyrir allt í þremur af fimm undirflokkum.

Dæmi um veikleika í samkeppnishæfni og mögulegar aðgerðir til úrbóta - mynd úr kynningu Viðskiptaráðs á samkeppnishæfni Íslands
Dæmi um veikleika í samkeppnishæfni og mögulegar aðgerðir til úrbóta - mynd úr kynningu Viðskiptaráðs á samkeppnishæfni Íslands
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dæmi um veikleika í samkeppnishæfni og mögulegar aðgerðir til úrbóta - mynd úr kynningu Viðskiptaráðs á samkeppnishæfni Íslands.

Danmörk í öðru sæti

Singapúr heldur toppsætinu annað árið í röð. Danmörk stökk upp um sex sæti milli ára og hreppir því 2. sætið í ár. Þar á eftir koma Sviss, Holland og Hong Kong. Svíþjóð er í sjötta sæti, Noregur í sjöunda og Finnland í því þrettánda. Ísland er því neðst af Norðurlandaþjóðunum á listanum

Bandaríkin fellur um heil sjö sæti og stendur nú í 10. sæti listans. Kína lækkar einnig um sex sæti og stendur í 20. sæti listans. Bretland hækkar um fjögur sæti milli ára og komst því fyrir ofan Ísland í 19. sætið.