Viðskiptatímaritið Forbes hefur annars vegar birt lista yfir áreiðanlegustu löndin til þess að stunda viðskipti í og hins vegar þau óáreiðanlegustu. Noregur er í efsta sæti listans yfir áreiðanlegustu löndin, en athygli vekur að Ísland situr í 23. sæti og er þar meðal annars fyrir ofan Singapúr.

Í úttekt blaðsins eru margir þættir teknir með í reikninginn. Má þar meðal annars nefna landsframleiðslu á mann, pólitíska áhættu, hættu á náttúruhamförum, spillingu og ýmislegt fleira.

Óáreiðanlegasta landið samkvæmt listanum er Venesúela, en ástandið í landinu er vægast sagt slæmt um þessar mundir þar sem fólk líður mikinn skort á mörgum sviðum.

Fimm áreiðanlegustu löndin

1. Noregur
2. Sviss
3. Holland
4. Írland
5. Lúxemborg

Fimm óáreiðanlegustu löndin

1. Venesúela
2. Kyrgistan
3. Máritanía
4. Níkaragva
5. Dóminíska lýðveldið

Listana má sjá í heild sinni hér.