Menntunarstaða Íslands, í samanburði við aðrar þjóðir OECD, er 11% undir meðaltali. Ísland lendir í 29. sæti þegar kemur að árangri. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu stofnunarinnar um menntamál.

Fjallað er um þróun menntamála í skýrslunni. Hlutfall þeirra sem luku háskólaprófi hækkaði mikið á árunum 1998 til 2008. Árið 1998 var hlutfallið 21% en árið 2008 var það komið upp í 31%. Hlutfall þeirra sem höfðu lokið a.m.k. framhaldsskólaprófi var 69% sem var um 11% undir meðaltali, eins og áður sagði.