Ísland lendir í 9-10 sæti af 150 ríkjum ef gerður er samanburður á viðskiptaumhverfi hérlendis á þessu ári og öðrum ríkjum fyrir árið 2004. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi Verslunarráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í dag, þar sem fjallað var um skýrsluna ?Doing Business." Skýrslan sem unnin er af Alþjóðabankanum í samvinnu við VÍ og VUR gerir góð skil á viðskiptaumhverfi 150 ríkja víða um heim.

Úttekt er gerð á mikilvægum þáttum í viðskiptaumhverfi viðkomandi ríkja og tekur mið af lagalegu umhverfi og áhrifum þess á viðskiptalífið.