Á nýútgefnum lista fasteignasalanna Knight Frank, kemur fram að húsnæðisverð hafa hækkað mest í Nýja-Sjálandi, Tyrklandi og í Kanada. Ísland er á áttunda sæti listans.

Húsnæðisverð hjá löndunum sem skipuðu þrjú efstu sæti listans hækkaði um 10-14%.

Þrátt fyrir að Nýja Sjáland sé í raun á 2. sæti á eftir Tyrklandi, þá kemur fram að ef reiknað er með verðbólgu sé landi efst á lista.

Meðal húsnæðisverð í Auckland var 1 milljón nýsjálenskra dollara í síðasta mánuði — eða um 85,5 milljónir. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Húsnæðisverð þar hækkaði um 15,9% á seinasta ári, og talið er að þessi mikla hækkun tengist auknum fjölda innflytjenda.