Nú rétt í þessu var dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli D með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Reglurnar í dráttinum er með þeim hætti að engin tvö lið úr sömu heimsálfu geta lent saman í riðli fyrir utan það að tvær Evrópuþjóðir verða saman í sex af átta riðlum. Þannig reiknuðu spekingar fyrir dráttinn að líklegast væri að Ísland lenti í riðli með Mexíkó, Nígeríu eða Marokkó. Ólíklegast var hins vegar að Ísland mætti Serbíu og næst ólíklegast var að lenda með gestgjöfunum, Rússum, sem lentu í einum auðveldasta riðlinum með Úrúgvæ, Egyptalandi og Sadí Arabíu.

Englendingar, sem höfðu sennilega lítinn áhuga á að lenda með Íslendingum, lentu í riðli með Belgíu, Túnis og Panama sem er töluvert auðveldari riðill en Ísland lenti í.

Yfirlit yfir alla riðlana má sjá hér að neðan.

Riðill A

1. Styrkleikaflokkur Rússland

2. Styrkleikaflokkur Úrúgvæ

3. Styrkleikaflokkur Egyptaland

4. Styrkleikaflokkur Sádí Arabía

Riðill B

1. Styrkleikaflokkur Portúgal

2. Styrkleikaflokkur Spánn

3. Styrkleikaflokkur Íran

4. Styrkleikaflokkur Marokkó

Riðill C

1. Styrkleikaflokkur Frakkland

2. Styrkleikaflokkur Perú

3. Styrkleikaflokkur Danmörk

4. Styrkleikaflokkur Ástralía

Riðill D - Riðill Íslands

1. Styrkleikaflokkur Argentína

2. Styrkleikaflokkur Króatía

3. Styrkleikaflokkur Ísland

4. Styrkleikaflokkur Nígería

Riðill E

1. Styrkleikaflokkur Brasilía

2. Styrkleikaflokkur Sviss

3. Styrkleikaflokkur Kosta Ríka

4. Styrkleikaflokkur Serbía

Riðill F

1. Styrkleikaflokkur Þýskaland

2. Styrkleikaflokkur Mexíkó

3. Styrkleikaflokkur Svíþjóð

4. Styrkleikaflokkur Suður-Kórea

Riðill G

1. Styrkleikaflokkur Belgía

2. Styrkleikaflokkur England

3. Styrkleikaflokkur Túnis

4. Styrkleikaflokkur Panama

Riðill H

1. Styrkleikaflokkur Pólland

2. Styrkleikaflokkur Kolumbía

3. Styrkleikaflokkur Senegal

4. Styrkleikaflokkur Japan