*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 16. janúar 2017 11:52

Ísland í fjórða sæti yfir lönd jafnra tækifæra

Ísland kemur vel út úr samanburði Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd þar sem að einstaklingar hafa jöfn tækifæri (e. inclusive growth).

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ísland er í fjórða sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) yfir lönd þar sem að einstaklingar hafa jöfn tækifæri hvað hagvöxt varðar (e. inclusive growth index). Hægt er að lesa samantekt Alþjóðaefnahagsráðsins hér.

Noregur trónir á toppi listans. Tekið er saman gögn um lífskjör, jöfnuð, félagslegan hreyfileika (e. social mobility), hlutfall atvinnulausra og hlutfall kvenna sem eru á atvinnumarkaði o.fl. Ísland er eins og áður kemur fram í þjórða sæti listans, yfir jöfn tækifæri, og kemur á eftir Lúxemborg og Sviss. Flest ríkin sem skipa efstu sæti listans eru frá Norður Evrópu.

Ísland er eitt af þeim löndum sem hafa bætt sig hvað mest hvað jöfn tækifæri varðar síðastliðin fimm ár, ásamt Nýja Sjálandi og Ísrael. Ísland er jafnframt ofar en Danmörk og Svíþjóð á listanum.