Íslenska hagkerfið er í fremstu víglínu þeirrar óaldar sem nú geisar á fjármálamörkuðum. Þetta er inntakið að meginstefi umfjöllunar breska blaðsins Financial Times um ástandið á Íslandi í dag.   Fram kemur að hrun Glitnis hafi vakið upp ótta hvaða neikvæðu áhrif það hefur á lítið hagkerfi, þar sem að viðamikil eignatengsl eru á fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja. Í greininni er atburðarrás liðinna daga rakin og velt er upp þeirri spurningu hvernig hinu skuldsetta hagkerfi muni reiða af í lánsfjárkreppunni.   Greinina má lesa hér: http://www.ft.com/cms/s/0/3f421a64-8f50-11dd-946c-0000779fd18c.html