Eurostat, tölfræðistofnun ESB, hefur birt rannsókn á hlutfalli þeirra sem starfa við rannsóknir í aðildarríkjum ESB, en einnig eru skoðuð nokkur fleiri ríki, svo sem Ísland, Noregur, Tyrkland, Rússland og Japan. Niðurstaðan er sú að hlutfallið er hæst á Íslandi, 2,24% af öllu starfandi fólki á íslenskum vinnumarkaði starfa við rannsóknir.

Næst hæst er hlutfallið í Finnlandi, 2,09%. Meðaltalið innan EES er 0,86%. Ef einungis er skoðaður einkageirinn er Ísland í þriðja sæti, með 0,81%, en Finnland í efsta sæti með 1,13% og Lúxemborg í öðru sæti með 0,86%. Meðalatalið innan EES er 0,35%, ef eingöngu er horft til einkageirans.