Ísland er í 11. sæti um stöðu nýsköpunar, þegar vegnar eru saman vísbendingar nýsköpunar. Þrátt fyrir að vera 5 sinnum í fyrsta eða öðru sæti af 26 vísbendingum. Þetta kemur fram í frétt frá Rannís.

Evrópusambandið hefur gefið út ?European Innovation Scoreboard 2005 ? Comparative analysis of Innovation performace. Þetta er í 6 sinn sem skýrslan er gefin út. Ísland hefur jafnan staðið sig mjög vel og verið meðal efstu þjóða í nýsköpunarmælingu.

Ísland er í 11 sæti en röðin er þessi:

Svíþjóð
Sviss
Finnland
Danmörk
Þýskaland
Austurríki
Belgía
Bretland
Holland
Frakkland
Ísland

Japan og Bandaríkin sýna nokkuð hærri stöðu en Ísland. Í EIS 2004 var Ísland í 5 sæti ásamt Danmörku þegar skoðaður er veginn samanburður á milli landa. Með þessu er Ísland talið vera í flokki ?meðal landa" hvað varðar nýsköpun er hefur jafnan verið meðal þeirra bestu.

Þessi staða vekur nokkra undrun þar sem Ísland er í 1. sæti af öllum ríkjum ESB hvað varðar opinbera fjármögnun rannsókna og þróunar. Þá er Ísland í öðru sæti hvað varðar a) aðgang að breiðbandi, b) símenntun, c) nýsköpun í fyrirtækjum og d) starfsfólk í þekkingarfrekri þjónustu. Þetta á við um stöðu nýsköpunar.

Þegar skoðuð er þróun nýsköpunar síðustu 3 ár er ísland í 1. sæti hvað varðar starfsfólk í hátækniframleiðslu. Það eru afar fáir í slíku starfi en þeim fjölgar mest, sem er mjög jákvætt. Þá er Ísland í 2 sæti hvað varðar a) starfsfólk í þekkingarfrekri þjónustu og b) í veitingu einkaleifa í Bandaríkjunum.

Ísland stendur sig mjög vel hvað varðar nokkrar vísbendingar en aftur mjög illa hvað varðar aðrar. Sem dæmi má nefna að Ísland er meðal lægstu þjóða hvað varðar útflutning á hátækni, nýjar afurðir frá fyrirtækjum, starfsfólk í hátæknifyrirtækjum ofl.

Niðurstaðan er sú að Ísland stendur sig nokkuð vel en nokkur ríki eru að ná okkur hvað varðar nýsköpun. Þá þarf að taka á nokkrum þáttum nýsköpunar með nokkrum krafti. Með því að færast aftar í röðinni er hætta á að samkeppniskostir tapist.