Ísland er í kjörstöðu til að taka þátt í uppbyggingunni sem framundan er í Grænlandi en gjaldeyrishöft gætu gert það erfitt. Þetta kom fram á morgunfundi VÍB í morgun þar sem fjallað var um tækifæri á norðurslóðum.

Sven Hardenberg, stofnandi Greenland Invest, fjallaði um náttúruauðlindir Grænlands og tækifærin framundan. Nefndi hann þá meðal annars vatnsaflsvirkjanir og námavinnslu. Aftur á móti vantar fjárfesta og mannafl svo þetta geti orðið að raunveruleika.

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, fjallaði einnig um tækifærin á Grænlandi en sagðist óttast að gjaldeyrishöftin myndu koma í veg fyrir slíkt samstarf.