Fjármálaráðherra Svartfjallalands Igor Luksic og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, undirrituðu í gær yfirlýsingu um aukið samstarf landanna á sviði ríkisfjármála með sérstaka áherslu á upplýsingagjöf varðandi undirbúning og framkvæmd fjárlaga, umgjörð og fyrirkomulag lífeyrissjóða og reynslu þjóðanna á sviði gjaldeyrismála, segir í tilkynningu.

Igor Luksic kom í stutta heimsókn til Íslands í þeim tilgangi að kynna sér íslenska efnahagskerfið og þær breytingar sem íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum á undanförnum árum, segir í tilkynningu.

Á fundi fjármálaráðherranna tveggja sem fór fram í fjármálaráðuneytinu var yfir stjórn efnahags- og ríkisfjármála Íslands.

Sérstök áhersla var lögð á fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga, skattamál og horfur í efnahagslífinu. Jafnframt kynnti Igor Luksic þær umbætur sem gerðar hafa verið á efnahagskerfi Svartfjallalands.

Landið er í ríkjasambandi við Serbíu en ríkin sjá hvort um sig um stjórn eigin efnahagsmála og hafa sitt hvorn gjaldmiðilinn.

Á næstunni mun að skýrast hvort íbúar Svartfjallalands segi sig alfarið úr ríkjasambandinu við Serbíu þar sem fyrir dyrum stendur að kjósa um málið.