Ísland kemst ekki á lista Forbes yfir þau tíu ríki í heiminum þar sem internethraði var mestur í fyrra. Tvö norræn ríki eru á listanum, en það eru Svíþjóð og Finnland. Forbes styðst við tölur frá ráðgjafafyrirtækinu Akamai.

Finnland er í tíunda sæti á listanum og er meðalhraðinn þar 7.1 megabæt á sekúndu, eða 7,1 Mbps. Það er 20% meiri hraði en í fyrra. Svíþjóð er í níunda sæti á listanum en þar var hraðinn 7,3 megabæti á sekúndu.

Hraðasta land í heimi er Suður Kórea, en þar er hraðinn 14 megabæt á sekúndu eða tvöfalt hraðari í Finnlandi. Japan er í öðru sæti en þar var hraðinn 10,8 megabæt á sekúndu.