Kaupmáttur meðallauna var hæstur á Íslandi meðal OECD ríkja, á síðasta ári, en þau námu 66,5 þúsund Bandaríkjadölum. Er þetta breyting frá árinu 2017 þegar meðallaunin voru næst hæst á Íslandi, á eftir Lúxemborg, að því er segir á vef SA.

Þá var Lúxemborg með hæstu meðallaunin, en nú nema þau þar tæplega 65,5 þúsund dölum og síðan Sviss með rúmlega 64 þúsund dali. Árið 2016 var Ísland með þriðju hæstu meðallaunin á eftir þeim tveimur, það er Lúxemborg fyrst og Sviss í öðru.

Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri, eða rúmlega 55 þúsund í Danmörku, 51 þúsund í Noregi og 44 þúsund í Svíþjóð og Finnlandi.

Miðast upphæðirnar og samanburðurinn við kaupmáttarleiðrétta Bandaríkjadali þannig að tekið er tillit til mismunandi verðlags í ríkjum. Endurspegla þannig launatölurnar hversu mikið fæsta af vörum og þjónustu fyrir launin.