Sviss mælist nú samkeppnishæfasta land í heimi samkvæmt röðun World Economic Forum. Bandaríkin, sem í fyrra vermdu efsta sætið, eru nú í öðru sæti. Lækkun Bandaríkjanna stafar af veikari fjármálamörkuðum og minni efnahagslegum stöðugleika.

Ísland úr 20. sæti í það 26.

Ísland, sem var í 20. sæti fyrir tímabilið 2008-2009, lækkar niður í 26. sæti fyrir 2009-2010. Meginástæður lækkunar Íslands eru snögglega versnandi efnahagsaðstæður, þar sem landið fellur úr 56. sæti í það 119., og hrun á fjármálamarkaðnum, þar sem landið fellur úr 20. sæti í það 85.

Traustur grunnur

Þetta kemur fram í skýrslu World Economic Forum um samkeppnishæfni, en þar segir einnig að á Íslandi sé traustur grunnur undir samkeppnishæfni og þess vegna standi vonir til þess að hagkerfið muni ná sér skjótt. Ísland sé með mennta- og heilbrigðiskerfi í fremstu röð, tiltölulega þróað viðskiptalíf, tæknistig sé hátt og framþróun mikil. Þá sé vinnumarkaðurinn sveigjanlegur, innviðir skilvirkir og stofnanir landsins virki vel.

50 efstu:

Röð 2009/2010 - Land - Röð 2008-2009

  1. Sviss 2
  2. Bandaríkin 1
  3. Singapúr 5
  4. Svíþjóð 4
  5. Danmörk 3
  6. Finnland 6
  7. Þýskaland 7
  8. Japan 9
  9. Kanada 10
  10. Holland 8
  11. Hong Kong 11
  12. Tævan 17
  13. Bretland 12
  14. Noregur 15
  15. Ástralía 18
  16. Frakkland 16
  17. Austurríki 14
  18. Belgía 19
  19. Suður-Kórea 13
  20. Nýja-Sjáland 24
  21. Lúxemborg 25
  22. Katar 26
  23. Sam. arabísku furstadæmin 31
  24. Malasía 21
  25. Írland 22
  26. Ísland 20
  27. Ísrael 23
  28. Sádí-Arabía 27
  29. Kína 30
  30. Síle 28
  31. Tékkland 33
  32. Brúnei 39
  33. Spánn 29
  34. Kýpur 40
  35. Eistland 32
  36. Tæland 34
  37. Slóvenía 42
  38. Bahrain 37
  39. Kúvæt 35
  40. Túnis 36
  41. Óman 38
  42. Puerto Rico 41
  43. Portúgal 43
  44. Barbados 47
  45. Suður-Afríka 45
  46. Pólland 53
  47. Slóvakía 46
  48. Ítalía 49
  49. Indland 50
  50. Jordan 48

Skýrsla World Economic Forum