Búið er að innleiða í lög hér kafla Evrópusambandsins (ESB) um frjálsa för vinnuafls og hugverkarétt. Viðræðum um þessa tvö samningskafla í yfirstandandi aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB lauk í dag.

Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um gang viðræðnanna kemur fram að báðir fyrrnefndir kaflar hafi verið hluti af EES-samningum síðan árið 1994 og niðurstaða samninganefnda sú að löggjöf í þessum málaflokkum væri samsvarandi á Íslandi og í ríkjum Evrópusambandsins. Því var ákveðið að ljúka viðræðum í köflunum tveimur.

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands sem fór fyrir íslensku sendinefndinni, sagði í viðræðunum í Brussel í dag stefnt að því að opna allt að helming allra samningakafla fyrir jól og afganginn fyrir mitt næsta ár.

Samningakaflarnir sem viðræðurnar snúast um eru 35 talsins. Alls hafa sex samningskaflar þegar verið opnaðir og fjórum þegar verið lokað.