Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í mjög erfiðum riðli í undankeppni Evrópukeppninnar  2016. Dregið var í riðla í borginni Nice morgun en EM 2016 fer einmitt fram í Frakklandi.

Ísland verður riðli með Hollandi, sem spilaði úrslitaleikinn við Spán á HM 2010, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kashakstan.

Athygli vakti að sérstaklega var tekið fram að af pólitískum ástæðum gætu hvorki Spánn og Gíbraltar né Azerbaijan og Armenía dregist saman í riðil.

Riðlarnir eru svona:

  • A-riðill: Holland, Kazakhstan, Ísland, Lettland, Tyrkland, Tékkland.
  • B-riðill: Bosnía og Herzegóvína, Andorra, Kýpur, Wales, Ísrael, Belgía.
  • C-riðill: Spánn, Lúxemborg, Makedónía, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Úkraína.
  • D-riðill: Þýskaland, Gíbraltar, Georgía, Skotland, Pólland, Írland.
  • E-riðill: England, San Marínó, Litháen, Eistland, Slóvenía, Sviss.
  • F-riðill: Grikkland, Færeyjar, Norður-Írland, Finnland, Rúmenía, Ungverjaland.
  • G-riðill: Rússland, Liechtenstein, Moldóva, Svartfjallaland, Austurríki, Svíþjóð.
  • H-riðill: Ítalía, Malta, Azerbaidjan, Búlgaría, Noregur, Króatía.
  • I-riðill: Portúgal, Albanía, Armenía, Serbía, Danmörk.