Kanada, Grænland, Sviss, Svíþjóð, Finnland og Ísland eru meðal öruggustu landa í heimi þegar kemur að því að framleiða kvikmyndir. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Aon hefur látið gera. Félagið er næst stærsti miðlari trygginga í heimi og hefur tekið að sér að tryggja fjölda stórmynda á framleiðsluferli þeirra. Þar má nefna myndir eins og Hringadróttinssögu, Harry Potter, James Bond og Stjörnustríðsmyndirnar.

Fyrirtækið tiltekur einnig lönd þar sem erfitt er að búa til kvikmyndir og þar á meðal eru lönd eins og Pakistan, Indónesía, Kólumbúa og Filipseyjar.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu á moprgun.

Byggt á netútgáfu The Daily Telegraph.