Ísland færðist niður um sæti í skýrslu Health Consumer Powerhouse sem gefin var út á dögunum. Skýrslan metur og listar hvaða lönd á evrópusvæðinu eru með bestu heilbrigðiskerfin. Í efstu þremur sætunum eru Holland, Sviss og Noregur. Ísland er í 8. sætinu, rétt á eftir Þýskalandi og á undan Danmörku.

Sagt er að Ísland hafi byggt upp heilbrigðiskerfi sem gæti þjónustað allt að 2 milljón manns - en þá er rætt um kerfislæga íburði, fremur en plásslæga íburði kerfisins. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér .

Í skýrslunni segir meðal annars að allar hugmyndir um að íslenska heilbrigðiskerfinu hafi farið hrakandi væru á villigötum. Í raun væri staðreyndin sú að Ísland sé mjög auðugt land.

Þá stendur einnig að þrátt fyrir að menntakerfið bjóði ekki upp á sérnám eftir grunnlæknanám hérlendis hagnist eyjarskeggjar á núverandi fyrirkomulagi - flestir ungir læknar fari utan og læri, kynnist starfsháttum í öðrum löndum og byggja upp alþjóðlegt læknisfræðilegt tengslanet.