Ísland er enn efst á lista ástralskrar hugveitu um hagfræði og frið, Institute for Economics and Peace , en landið hefur trónað á toppnum frá árinu 2008. Vísitala hugveitunnar nær til 99,7% af heimsbyggðinni, og notar 23 mælikvarða til að þrjá grundvallarþætti, það er samfélagsleg öryggis- og varnarmál, átök innan og milli ríkja og hervæðingu.

Vilja þeir meina að alheimsfriðurinn hafi minnkað um 0,27% síðasta árið, sem sé fjórða árið í röð sem það gerist. Vísa þeir þar helst til átakasvæða í Mið-Austurlöndum sem ekki hefur fundist friðarsátt á.

Hnignunin mest í Suður Ameríku

Segja þeir að 92 lönd sjái fram á að lækka á friðarskalanum, meðan 71 lönd bættu stöðu sína. Sex af níu heimshlutum heimsins sáu fram á versnandi stöðu, en fjögur friðsælustu heimshlutarnir, Evrópa, Norður- og Suður Ameríka og Kyrrahafssvæði Asíu fóru öll í gegnum hnignun.

Mesta hnignunin varð þó í Suður Ameríku, sérstaklega vegna þess að horfur hafi farið versnandi í samfélagslegum öryggis- og varnarmálum.

Ísland er sem fyrr segir í efsta sætinu, og Nýja Sjáland er í öðru. Austurríki fer upp um eitt sæti og er í þriðja sæti en Portúgal lækkar um eitt sæti og er í því fjórða. Næst koma Danmörk, Kanada og Tékkland sem öll halda sínum sætum.

Í neðsta, eða 163 sæti er svo Sýrland, og Afganistan er þar á undan í næst neðsta sæti. Þar fyrir ofan eru svo í öfugri röð Suður Súdan sem lækkaði um eitt sæti, Írak sem hækkaði um eitt, Sómalía, Yemen, Líbía, og Lýðræðislega lýðveldið Kongó sem lækkaði um fimm sæti.