Áfangastaðurinn Ísland var áberandi í breskum miðlum í desember, en sá mánuður er að jafnaði fyrirferðarmikill í umfjöllun þar sem farið er yfir árið og horft til mest spennandi áfangastaða næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Í desember var Ísland valið á fjölda topp lista í breskum fjölmiðlmum sem einn af mest spennandi áfangastöðum ársins 2015. Meðal þeirra miðla sem tilnefndu Ísland, af fjölbreyttum ástæðum, eru Daily Mirror (The 2015 holiday hot list) The Independent (Top ten travel destinations for 2015) og Metro (14 reasons why you must go to Iceland in 2015).

Samkeppni um umfjöllun á þessum tíma er mjög mikil, ekki síst í Bretlandi þar sem margir nýta janúar til að bóka sitt næsta frí. Því er afar mikilvægt að fá mikla umfjöllun í desember, að því er fram kemur í tilkynningunni.